
Langhe Chardonnay Doc Brigata
Renato Ratti stofnaði víngerðina árið 1965 og varð fljótt leiðandi í ítölskum vínum. Hann var einn af þeim fyrstu sem kortlögðu bestu svæði Barolo, og í dag heldur víngerðin áfram að sameina hefð og nútímatækni.
Þrúgan er 100% Chardonnay, alþjóðleg tegund sem aðlagast vel en sýnir hér ferskan, glæsilegan stíl í stað þungra eikaráhrifa.
Framleiðsla: Þrúgurnar eru tíndar við hámarksþroska, pressaðar varlega til þess að fá fram hreinan safa frá þrúgunum. Þær eru síðan gerjaðar í ryðfríum stáltönkum til að varðveita ferskleika ávaxtarins og ilminn. Vínið liggur á fínu gerinu til að bæta mýkt og áferð.
Bragðlýsing: Liturinn er heiðgulur. Í nefi má finna banana, greipaldin og suðræna ávexti, ásamt blómakeim. Í munni er það miðlungsþétt, ferskt og með léttu salti (savory), Í lokin má síðan finna léttan hunangskeim.
Vivino einkunn: ~3,7/5, James Suckling sem er víngagnrýnandi gefur víninu 91 stig, fyrir kremaða áferð þess og cítrus endanótur.
![]() |
Chardonnay |
Framleiðandi | Land | Hérað |
Cantina Ratti | Ítalía | Piedmonte |
Árgangur | Styrkur | Eining |
2021 | 14 % | 750 ml |